Óskar


Óskar frá Blesastöðum 1A er í eigu Gestüt Sunnaholt í Þýskalandi. Ræktendur hans eru Magnús Trausti Svavarsson og Hólmfriður Birna Björnsdóttir sem stunda hrossarækt af miklum krafti á Blesastöðum 1A. Óskar frá Blesastöðum 1A er spennandi stóðhestur með eftirsóknarverða eiginleika. Fyrst má þar nefna hæfileika hans til að kreppa afturhlutann og bera þannig mikla þyngd á afturfótunum. Þetta virðist vera honum eðlislægt og gerir honum auðvelt að vera í góðu jafnvægi á hægu tölti. Einnig er hann rúmur, hágengur, mjúkur og glæsilegur á yfirferðartölti. Brokkið er rúmt, taktgott og stökkið hátt og svifmikið. Hann er með reistan háls og hvelfda yfirlínu, fremur stutt og vöðvafyllt bak, öfluga og sterka lend og létta byggingu. Sótrauði liturinn skemmir svo sannarlega ekki fyrir. Óskar er yfirvegaður og viljugur hestur sem á framtíðina fyrir sér.
Óskar from Blesastaðir is in ownership of Gestüt Sunnaholt in Germany. His is bred by Magnús Trausti Svavarsson and Holmfriður Birna Björnsdóttir. Óskar from Blesastaðir 1A is an interesting stallion with some very desirable characteristics. First there is to mention his ability for bending the croup and carrie much weight on his hindquarters. That seems to come natural to him and makes it possible for him to move in a very good balance in the slow tölt. Also he has an exellent fast tölt with a lot of movement and suppleness. In trot as in the tölt he has the abbility to go both slow and fast with a clear beat and a lot of expression. His canter is high and with a lot of extension. Óskar has a good neck and shoulders which he carries very well. His back is quite short and well muscled, his croup is strong and build for carrying weight. Óskar is light built. His colour, chestnut/liver with silver grey mane and tail, is also quite rear and makes him even more special. Óskar is a stressfree horse with a good spirit and he has a bright future in front of him in competiton.

Ættartré / Pedigree tree


F: Töfri frá Kjartansstöðum FF: Óður frá Brún MF: Terna frá Kirkjubæ M: Dúfa frá Skeiðháholti 2 FM: Vákur frá Brattholti MM: Stjarna frá Skeiðháholti 2
F: Töfri from Kjartansstaðir FF: Óður from Brún MF: Terna from Kirkjubær M: Dúfa from Skeiðháholt 2 MF: Vákur from Brattholt MM: Stjarna from Skeiðháholt

Móðir Óskars, Dúfa, var tamin á sjöunda vetur, sýnd sama vor og hlaut þá 7,71 í aðaleinkunn. Dúfa á sjö afkvæmi og eru fjögur þeirrra sýnd í kynbótadómi. Óskar er næst síðasta folaldið hennar, en hún fórst árið eftir.
Óskars mother, Dúfa from Skeiðháholti 2, was only trained for few months when she was shown for breeding, then seven years old. Her overall score was 7,71. Dúfa has seven offspring and four of them has been shown for breeding. Óskar is her next last offspring. She died after giving birth to her last offspring.

Faðir Óskars, Töfri frá Kjartansstöðum, hlaut sinn hæsta dóm á LM 2002, 8,45 í aðaleinkunn þá 6 vetra gamall. Fyrir hæfileika hlaut hann 8,55, þar af 9,5 fyrir hægt tölt, tölt, stökk og fegurð í reið.
Óskars father, Töfri from Kjartansstaðir, got his best score at the Landsmót in 2002. He got an overall score of 8,45. For riding abilities Töfri got 8,55, 9,5 for tölt, slow tölt, galop and form under the rider.

Myrká frá Blesastöðum 1A, alsystir Óskars, var sýnd árið 2008 og fékk þá 8,09 í aðaleinkunn. Hún fékk 8,44 fyrir byggingu og má þar nefna 9,5 fyrir bak & lend og 9,5 fyrir samræmi.
Myrká frá Blesastöðum 1A, a full sister of Óskar, was shown at the breeding show in 2008 og got an overall score of 8,09. She got 8,44 for confirmation, 9,5 for back and croup and 9,5 for proportions.

Síðasta afkvæmi Dúfu, Orradótturinn Röskva frá Blesastöðum 1A, var sýnd í kynbótadómi árið 2011 og hlaut þá 7.98 í aðaleinkunn, klárhryssa, og meðal annars 9.0 fyrir tölt.
Dúfa´s last offspring, Röskva from Blesastaðir 1A, was shown for breeding in 2011 and got 7.98 in total, fourgaited. She got 9.0 for tölt.

Dómur / AssessmentHéraðssýning á Vesturlandi

Date of show 04.06.2012 - 14.06.2012

Rider

Artemisia Constance Bertus

Total: 8,28


Conformation: 8,09

Head: 7
F) Ravens nose
----------
Neck-Withers-Shoulders: 8,5
1) Well raised 5) Supple
6) Sloping shoulders
----------
Back and Croup: 8,5
2) Broad back 3) Muscled back
6) Evenly formed croup
----------
Proportions : 9,0
2) Light built 4) Long legs
5) Cylindrical body  
----------
Legs (quality): 7,0
2) Strong joints G) Unclear separation
J) No feathers  
----------
Legs (joints): 7,5
Comments on frontlegs: D) Paddles  
----------
Hooves: 8,5
7) Concave sole
----------
Mane and Tail: 6

Ridden abilities: 8,40

Tölt: 9,5
1) Good speed 2) Clear beat
3) High action 6) Supple
----------
Trot: 8,5
5) High action  6) Good suspension
----------
Pace: 5,0
----------
Gallop: 9
----------
Spirit: 9,5
2) Eager, enthusiastic 4) Cooperative
5) Alert  
----------
General impression: 9,0
3) Good head carriage 4) Big movements  
----------
Walk: 8,0
----------
Slow tölt: 10
----------
Canter: 8,5
----------